Innlent

Réttargæslumaður konunnar sammála lögreglu

Þórdís Bjarnadóttir, lögmaður, er sammála yfirmanni kynferðisbrotadeildar höfuðborgarlögreglunnar sem sagði í viðtali við Fréttablaðið að nálgunarbann eigi að vera undir lögreglu komið. Hæstiréttur hafnaði á dögunum kröfu lögreglu um að framlengja nálgunarbann gagnvart manni sem grunaður er um að hafa ítrekað beitt konu sína grófu ofbeldi og misnotað hana kynferðislega. Þórdís er réttargæslumaður konunnar.

Í samtali við Vísi sagðist Þórdís ekki hafa rætt við skjólstæðing sinn frá því úrskurður Hæstaréttar féll og vildi hún því ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „En ég er sammála sjónarmiði lögreglunnar í þessu máli," segir Þórdís.

Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Fréttablaðið í dag að breyta ætti lögum um nálgunarbann í þá veru að lögregla tæki ákvörðun um bannið en ekki dómarar eins og nú er. „Nálgunarbann á að vera úrræði sem hægt er að beita tiltölulega fljótt," segir hann.




Tengdar fréttir

Telur að ofbeldismaðurinn haldi áfram að beita ógnunum

,,Maðurinn braut nálgunarbannið þó hann hafi ekki ráðist á konuna. Hann hafði samband við hana sem honum var ekki heimilt. Ég sé engin rök fyrir því maðurinn muni ekki halda áfram að beita konuna ofbeldi."

Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grófum brotum manns gegn sambýliskonu sinni teygir anga sína út fyrir landsteinana. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maðurinn, sem talinn er hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á rúmlega þriggja ára tímabil, skuli ekki sæta áfram nálgunarbanni.

Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið hafi talið ríka ástæðu til að fara fram á áframhaldandi nálgunarbann manns sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×