Fótbolti

BATE kom Ranieri á óvart

Elvar Geir Magnússon skrifar
Valsbanarnir í BATE komu Ranieri á óvart.
Valsbanarnir í BATE komu Ranieri á óvart.

Claudio Ranieri, þjálfari ítalska liðsins Juventus, segir að BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi hafi komið sér mjög á óvart í kvöld. BATE og Juventus gerðu óvænt jafntefli 2-2 í Meistaradeildinni.

„Við vissum að BATE myndi gefa allt í þennan leik en við bjuggumst ekki við þessum hraða í leik þeirra. Það verður bara að viðurkennast. Sóknarmenn þeirra voru sífellt á hreyfingu," sagði Ranieri.

BATE komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Vincenzo Iaquinta skoraði tvisvar fyrir hálfleik. Ekkert var skorað í seinni hálfleiknum.

„Fyrstu 25 mínútur leiksins voru algjör martröð fyrir okkur. Það er þó jákvætt að menn gáfust ekki upp. Það var virkilega erfitt að brjóta mótherja okkar á bak aftur í kvöld. BATE á hrós skilið," sagði Ranieri.

Juventus hefur fjögur stig í öðru sæti riðils síns eftir tvær umferðir. Real Madrid situr á toppnum með fullt hús eða sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×