Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan niður fyrir 4100 stig

Úrvalsvísitalan fór niður fyrir 4100 stig í dag. Það er lægsta lokagildi síðan 23. júní 2005.
Úrvalsvísitalan fór niður fyrir 4100 stig í dag. Það er lægsta lokagildi síðan 23. júní 2005.

Úrvalsvísitalan fór niður fyrir 4100 stig í dag. Það er lægsta lokagildi síðan 23. júní 2005.

Hún stendur nú í 4094 stigum og lækkaði um 1,09 prósent.

Bréf í Century Aluminium hækkuðu um 9,3 prósent, Exista hækkaði um 2,3 prósent, Atorka um 0,73 prósent og SPRON um 0,67 prósent en félagið tilkynnir uppgjör sitt á eftir.

Kaupþing lækkaði um 1,93 prósent. Straumur Burðarás um 1,84 prósent en félagið tilkynnti um tap á öðrum ársfjórðungi í morgun. Bréf Glitnis lækkuðu síðan um 1,01 prósent.

Hlutabréf á Norðurlöndunum hækkuðu í dag. Danska OMX20 hækkaði um 2.31 prósent, OMX25 í Finnlandi hækkaði um 2,47 prósent, OBX í Noregi um 1,82 prósent og OMXS30 í Svíþjóð um 1,68 prósent.

FTSE100 úrvalsvísitalan í Evrópu hækkaði um 1,91 prósent.






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×