Enski boltinn

Lee seldur til Dortmund

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Young-Pyo Lee í leik með Tottenham.
Young-Pyo Lee í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Tottenham hefur selt suður-kóreska varnarmanninn Young-Pyo Lee til þýska úrvalsdeildarfélagsins Dortmund.

Lee var keyptur til Tottenham árið 2005 fyrir 1,3 milljónir punda frá PSV Eindhoven. Hann spilaði reglulega undir stjórn Martin Jol hjá Tottenham en tækifærin hafa verið af skornum skammti síðan að Juande Ramos tók við.

Tottenham hefur selt þó nokkuð marga leikmenn í sumar. Fyrir eru þeir Pascal Chimbonda, Paul Robinson, Teemu Tainio, Robbie Keane, Anthony Gardner, Steed Malbranque og Younes Kaboul farnir til annarra félaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×