Erlent

Frumbyggjar fá land á Nýja-Sjálandi

Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi afsöluðu í morgun nærri tvö hundruð þúsund hektara landi til sjö frumbyggjaætbálka Maóría.

Landsvæðið sem um ræðir er að hluta til skógivaxið og metið á tæpa tuttugu og sjö milljarða íslenskra króna. Árið 1840 sömdu Maóríar við evrópska landnema um að landssvæðið yrði verndað. Nokkru síðar voru stórir hlutar þess teknir undir landnemabyggðir og litu Maóríar á það sem svik.

Um hundrað þúsund maóríar tilheyra ættbálkunum sjö sem nú ráða yfir landsvæðinu. Fjölmargir fulltrúar úr þeim hópi mættu í hátíðarskrúða í þinghúsið í Wellington í morgun til fylgjast með undirritun samkomulagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×