Velvilji hjá Saxo Bank í garð Íslands Annas Sigmundsson skrifar 25. júní 2008 00:01 Jóhanna og Nicholas Þau segja að yfirlýsing Davids Karsbøl um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokkurra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. aðsend Mynd „Saxo Bank hafði samband við okkur eftir að hafa verið bent á okkur,“ segja þau Jóhanna Ríkarðsdóttir viðskiptafræðingur og Nicholas Albert O"Keeffe, sérfræðingur í viðskiptaþróun. Þau Jóhanna og Nicholas eru á meðal sex Íslendinga sem nú vinna hjá danska bankanum Saxo Bank. Á þeim tíma sem Saxo Bank hafði samband við þau vann Nicholas að doktorsritgerð sinni við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) og Jóhanna stundaði meistaranám við sama skóla. Varðandi umfjöllun danskra fjölmiðla um íslenskt efnahagslíf á undanförnum árum segja þau að oft rati neikvæðar greinar í dönskum blöðum auðveldar í fjölmiðla á Íslandi. Færa megi rök fyrir því að efnisinnihald endurspegli oft þekkingarleysi blaðamanna á íslensku efnahagslífi. Í viðskiptalífinu í Danmörku sé þó almennt traust og virðing borin til íslenskra fyrirtækja sem birtist að hluta til í þeirri velgegni sem íslensk útrásarfyrirtæki hafi hlotið í Danmörku. Aðspurð hvort Danir finni jafnmikið fyrir efnahagsþrengingum nú og við Íslendingar segja þau áhrifin ekki eins mikil í Danmörku. „Dönsk króna er gengistengd evru sem hefur haldið gjaldmiðlinum hingað til öruggum. Hér er umtalsverð lægð á fasteignamarkaðinum og hefur sala dregist saman og verð almennt lækkað á fasteignum. Samtímis því hafa vextir á langtíma húsnæðislánum hækkað á síðastliðnum tveimur árum, úr rúmum fjórum prósentum í sjö,“ segir Nicholas. Nicholas og Jóhanna segja að yfirlýsing Davids Karsbøl, yfirmanns í greiningardeild Saxo Bank, um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokkurra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. „Þetta mál fór fyrir brjóstið á Lars Seier Christensen, einum stofnenda og aðaleiganda Saxo Bank, sem hefur sterk persónuleg tengsl við Ísland,“ segir Jóhanna. Þau segja að Saxo Bank líti upp til velgegni íslensku bankanna og taki athafnasemi og metnað þeirra til fyrirmyndar. Þau ítreka það að viðskiptavinir Saxo Bank hafi ekki skortselt bréf í íslenskum bönkum því bankinn bjóði ekki upp á aðgengi að íslenska markaðinum og ekki sé hægt að skortselja íslensk fyrirtæki í gegnum Saxo Bank. Hins vegar sé hægt að taka skortstöður í erlendum fyrirtækjum, þar á meðal í dönskum bönkum með svokölluðum CFD-afleiðum (hlutabréfaafleiður). „Það hefur verið nokkuð vinsælt meðal Íslendinga,“ segir Jóhanna. Saxo Bank verður með námskeið hérlendis 2. og 3. júlí næstkomandi þar sem fjallað verður meðal annars um viðskipti með gjaldeyri og CFD-afleiður. Segja þau Nicholas og Jóhanna að von sé á góðri þátttöku Íslendinga. Héðan og þaðan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
„Saxo Bank hafði samband við okkur eftir að hafa verið bent á okkur,“ segja þau Jóhanna Ríkarðsdóttir viðskiptafræðingur og Nicholas Albert O"Keeffe, sérfræðingur í viðskiptaþróun. Þau Jóhanna og Nicholas eru á meðal sex Íslendinga sem nú vinna hjá danska bankanum Saxo Bank. Á þeim tíma sem Saxo Bank hafði samband við þau vann Nicholas að doktorsritgerð sinni við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) og Jóhanna stundaði meistaranám við sama skóla. Varðandi umfjöllun danskra fjölmiðla um íslenskt efnahagslíf á undanförnum árum segja þau að oft rati neikvæðar greinar í dönskum blöðum auðveldar í fjölmiðla á Íslandi. Færa megi rök fyrir því að efnisinnihald endurspegli oft þekkingarleysi blaðamanna á íslensku efnahagslífi. Í viðskiptalífinu í Danmörku sé þó almennt traust og virðing borin til íslenskra fyrirtækja sem birtist að hluta til í þeirri velgegni sem íslensk útrásarfyrirtæki hafi hlotið í Danmörku. Aðspurð hvort Danir finni jafnmikið fyrir efnahagsþrengingum nú og við Íslendingar segja þau áhrifin ekki eins mikil í Danmörku. „Dönsk króna er gengistengd evru sem hefur haldið gjaldmiðlinum hingað til öruggum. Hér er umtalsverð lægð á fasteignamarkaðinum og hefur sala dregist saman og verð almennt lækkað á fasteignum. Samtímis því hafa vextir á langtíma húsnæðislánum hækkað á síðastliðnum tveimur árum, úr rúmum fjórum prósentum í sjö,“ segir Nicholas. Nicholas og Jóhanna segja að yfirlýsing Davids Karsbøl, yfirmanns í greiningardeild Saxo Bank, um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokkurra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. „Þetta mál fór fyrir brjóstið á Lars Seier Christensen, einum stofnenda og aðaleiganda Saxo Bank, sem hefur sterk persónuleg tengsl við Ísland,“ segir Jóhanna. Þau segja að Saxo Bank líti upp til velgegni íslensku bankanna og taki athafnasemi og metnað þeirra til fyrirmyndar. Þau ítreka það að viðskiptavinir Saxo Bank hafi ekki skortselt bréf í íslenskum bönkum því bankinn bjóði ekki upp á aðgengi að íslenska markaðinum og ekki sé hægt að skortselja íslensk fyrirtæki í gegnum Saxo Bank. Hins vegar sé hægt að taka skortstöður í erlendum fyrirtækjum, þar á meðal í dönskum bönkum með svokölluðum CFD-afleiðum (hlutabréfaafleiður). „Það hefur verið nokkuð vinsælt meðal Íslendinga,“ segir Jóhanna. Saxo Bank verður með námskeið hérlendis 2. og 3. júlí næstkomandi þar sem fjallað verður meðal annars um viðskipti með gjaldeyri og CFD-afleiður. Segja þau Nicholas og Jóhanna að von sé á góðri þátttöku Íslendinga.
Héðan og þaðan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira