Þrjú bresk börn voru tekin af foreldrum sínum á sólarstaðnum Algarve í Portúgal. Foreldrarnir drukku áfengi þar til þau misstu meðvitund.
Lögreglan var kölluð til eftir að Eamon McGuckin fannst meðvitundarlaus í anddyri hótelsins en móðirin var þá að kasta upp fyrir framan börnin.
Parið sem er á fertugsaldri er lýst sem elskulegu fólki af nágrönnum þeirra en þau voru flutt á sjúkrahús í kjölfar drykkjunnar.
Foreldrarnir hafa miklar áhyggjur yfir því að málið verði tekið alvarlega þar sem lögreglan í Portúgal er mjög gagnrýnin eftir mál Madeleine McCann.
Faðirinn lét hafa eftir sér í gær að þau biðu eftir upplýsingum um hvort þau þyrftu að mæta fyrir dómstóla.
Þó er talið ólíklegt að foreldrarnir verði ákærðir vegna uppákomunnar.
Börnin sem eru sex, tveggja og eins árs voru send á heimili fyrir börn á meðan foreldrarnir voru á sjúkrahúsinu en þau fengu þau að lokinni sjúkrahúsvistinni.
Erlent