Apple mokar út iPhone á kostnað Motorola 24. apríl 2008 21:14 iPhone hefur slegið í gegn. Apple fyrirtækið skiaði góðri afkomu á fyrsta ársfjórðungi og geta Steve Jobs og félagar þakkað það gríðarlegum vinsældum iPhone símans. Fyrstu þrjá mánuði ársins seldust 1,7 milljónir síma sem er greinilega að bitna illa á Motorola einum helsta keppinaut Apple á símamarkaði, en sala á Motorola farsímum dróst saman um 40 prósent á sama tíma. Fyrirtækin birtu afkomutölur fyrir fyrsta ársfjórðung í dag og þar er ólíku saman að jafna. Steve Jobs lýsti því yfir að þetta væri besti fjórðungur í sögu fyrirtækisins en hagnaður jókst um 36 prósent og var um einn milljarður dollara. Þetta er þvert á spár markaðsmanna sem höfðu séð fyrir sér samdrátt hjá fyrirtækinu í ljósi þess að hægst hefur á neyslunni víðast hvar í heiminum. Það á ekki við hjá Apple sem seldi 2,3 milljónir tölva, 1,7 milljónir iPhone og 10,6 milljónir iPod tónhlaða á tímabilinu. Motorola er hins vegar í vandræðum. Tap félagsins á tímabilinu er 194 milljónir dollara og salan hefur ekki verið jafn dræm í fjögur ár. Það útskýrist fyrst og fremst af því að Motorola hefur ekki tekist að kynna til leiks arftaka að hinum geysivinsæla Razr síma og ekki bætir úr skák að þú ert ekki maður með mönnum nema að þú eigir iPhone þessa dagana. Á síðasta ári lækkuðu bréf í Motorola um 47 prósent og nú hefur farsímadeild fyrirtækisins verið aðskilin frá móðurfélaginu. Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Apple fyrirtækið skiaði góðri afkomu á fyrsta ársfjórðungi og geta Steve Jobs og félagar þakkað það gríðarlegum vinsældum iPhone símans. Fyrstu þrjá mánuði ársins seldust 1,7 milljónir síma sem er greinilega að bitna illa á Motorola einum helsta keppinaut Apple á símamarkaði, en sala á Motorola farsímum dróst saman um 40 prósent á sama tíma. Fyrirtækin birtu afkomutölur fyrir fyrsta ársfjórðung í dag og þar er ólíku saman að jafna. Steve Jobs lýsti því yfir að þetta væri besti fjórðungur í sögu fyrirtækisins en hagnaður jókst um 36 prósent og var um einn milljarður dollara. Þetta er þvert á spár markaðsmanna sem höfðu séð fyrir sér samdrátt hjá fyrirtækinu í ljósi þess að hægst hefur á neyslunni víðast hvar í heiminum. Það á ekki við hjá Apple sem seldi 2,3 milljónir tölva, 1,7 milljónir iPhone og 10,6 milljónir iPod tónhlaða á tímabilinu. Motorola er hins vegar í vandræðum. Tap félagsins á tímabilinu er 194 milljónir dollara og salan hefur ekki verið jafn dræm í fjögur ár. Það útskýrist fyrst og fremst af því að Motorola hefur ekki tekist að kynna til leiks arftaka að hinum geysivinsæla Razr síma og ekki bætir úr skák að þú ert ekki maður með mönnum nema að þú eigir iPhone þessa dagana. Á síðasta ári lækkuðu bréf í Motorola um 47 prósent og nú hefur farsímadeild fyrirtækisins verið aðskilin frá móðurfélaginu.
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira