Íslenski boltinn

Bjarki í tveggja leikja bann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bjarki Gunnlaugsson fékk tveggja leikja bann.
Bjarki Gunnlaugsson fékk tveggja leikja bann.

Bjarki Gunnlaugsson var á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag dæmdur í tveggja leikja bann. Bjarki hrinti öðrum aðstoðardómaranum í leik ÍA og Keflavíkur í gær en hann stýrði Skagamönnum af hliðarlínunni.

Bjarki má hvorki leika né stýra liðinu í næstu tveimur leikjum sem eru gegn Fylki og HK.

Bjarni Guðjónsson fékk einnig tveggja leikja bann en hann fékk að líta rauða spjaldið í annað sinn á tímabilinu í leik KR og FH.

Srdjan Gasic hjá Breiðabliki, Tómas Leifsson hjá Fjölni, Auðun Helgason hjá Fram, Ingvar Ólason hjá Fram, Peter Gravesen hjá Fylki, Þórir Hannesson hjá Fylki, Marinko Skaricic hjá Grindavík, Finnur Ólafsson hjá HK, Mitja Brulc hjá HK og Sigurbjörn Hreiðarsson hjá Val voru allir dæmdir í eins leiks bann í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×