Íslenski boltinn

Jóhann Berg í byrjunarliðinu

Elvar Geir Magnússon skrifar

Hinn sautján ára Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði íslenska landsliðsins sem mætir Aserum í vináttulandsleik í kvöld. Leikurinn er á Laugardalsvelli og hefst klukkan 19:45.

Jóhann er nýliði í landsliðshópnum en þessi efnilegi leikmaður úr Breiðabliki hefur farið á kostum í Landsbankadeildinni.

„Þetta er búið að gerast svolítið hratt. Ég kom inn í meistaraflokkinn hjá Breiðabliki í byrjun apríl og ég hef bara spilað einu sinni með U-21 árs landsliðinu og hef ekkert verið með yngri landsliðunum. Það er annars mjög skemmtilegt að vera hluti af þessu núna og ég er að læra heilmikið af þessu," sagði Jóhann Berg brattur við Fréttablaðið í gær.

Þá vekur athygli að í markinu stendur Stefán Logi Magnússon, markvörður KR.

Byrjunarliðið (4-5-1):

Stefán Logi Magnússon (m)

Grétar Rafn Steinsson

Hermann Hreiðarsson, fyrirliði

Kristján Örn Sigurðsson

Bjarni Ólafur Eiríksson

Birkir Már Sævarsson

Pálmi Rafn Pálmason

Stefán Gíslason

Jóhann Berg Guðmunsson

Eiður Smári Guðjohnsen

Gunnar Heiðar Þorvaldsson








Fleiri fréttir

Sjá meira


×