Fótbolti

Stabæk í góðum málum

Scanpix

Veigar Páll Gunnarsson og félagar í Stabæk í norsku úrvalsdeildinni unnu í dag 3-0 sigur á HamKam og færðust skrefi nær meistaratitlinum.

Mörk Stabæk komu reyndar öll á síðustu fimmtán mínútum leiksins eftir að HamKam hafði veitt toppliðinu harða mótspyrnu. Veigar átti reyndar stóran þátt í tveimur síðustu mörkunum.

Stabæk hefur nú níu stiga forystu á Tromsø og Fredrikstad og verður liðið meistari ef liðin tapa bæði leikjum sínum á morgun.

Stabæk hefur 48 stig á toppnum og á þrjá leiki eftir, en Tromsø og Fredrikstad hafa 39 stig og eiga fjóra leiki eftir.

Leikirnir á morgun:

Bodo Glimt-Valerenga

Lillestrom-Fredrikstad

Stromsgodset-Aalesund

Viking-Tromso

Lyn-Rosenborg

Á mánudag:

Molde-Brann








Fleiri fréttir

Sjá meira


×