Fótbolti

Mourinho vill slátra Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho í leiknum fræga gegn Rosenborg í Meistaradeildinni í haust.
Jose Mourinho í leiknum fræga gegn Rosenborg í Meistaradeildinni í haust. Nordic Photos / Getty Images
Jose Mourinho segist enn þykja vænt um Chelsea en sé ekki í vafa um hvað hann vilji gera ef hann mætir liðinu í framtíðinni.

Haft er eftir honum á fréttavef BBC að ef hann mætir þeim síðar í Meistaradeildinni, muni hann „slátra" þeim. „Það eru mín skilaboð," sagði Mourinho sem notaði enska orðið „kill" í þessu samhengi.

„Chelsea er enn hluti af mér og ég geymi félagið í hjarta mínu," bætti hann við. „Ég fór frá félaginu fyrir fimm mánuðum og þú fengir mig aldrei til að segja neitt slæmt um félagið, hvorki nú né í framtíðinni."

Í frétt hér á Vísi fyrr í dag kom fram að Mourinho hafi sagt við ítalska fjölmiðla að hann ætlaði sér að snúa aftur í þjálfun á næsta ári og þá annað hvort á Ítalíu og Spáni.

Hann neitaði því einnig að samband hans við eiganda Chelsea, Roman Abramovic, væri slæmt. „Ég talaði við hann og Peter Kenyon síðast í síðustu viku. Ég óskaði þeim alls hins besta því ég vil að þeim gangi vel."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×