Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum 23. nóvember 2008 12:06 Stefán Eiríksson. Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. Haukur Hilmarsson var í vísindaferð með samnemendum sínum í Alþingishúsinu á föstudag þegar hann var handtekinn og látinn hefja afplánun vegna 200 þúsund króna útistandandi sektar sem hann fékk fyrir að mótmæla við álverið á Reyðarfirði árið 2006. Það verður að teljast undarleg tilviljun að Haukur hafi verið handtekinn í Alþingishúsinu því margir hafa haldið því fram, meðal annars alþingismenn, að handtaka Hauks tengist táknrænum mótmælum hans á þaki alþingishússins fyrir tveimur vikum en Haukur dró þá bónusfána að húni. Haukur, Móðir hans og nokkur hundruð manns sem mótrmæltu handtöku hans fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu telja handtöku hans af pólitískum toga og til þess eins að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í fjöldamótmælum sem skipulögð voru á austuvelli í gær. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir þetta ekki rétt. Haukur hafi einfaldlega verið á lista Innheimtumisðtöðvar sekta og sakarkostnaðar á Blöndósi yfir menn sem ekki hefðu svarað boðum um að taka út vararefsingu vegna útistandandi sekta og ætti að handtaka. Eftir að kennsl voru borinn á Hauk í alþingihúsinu á föstudag gat lögregla því ekki annað en fært hann til afplánunnar. Haukur Hilmarsson sagði við fréttastofu í gær að hann væri í eðli sínu á móti því að greiða sektir eins og þær sem hann fékk fyrir mótmælin á Reyðarfirði. Og ætlaði því að sitja af sér þá fjórtán daga sem hann skuldaði. En hann ákvað þess í stað að þekkjast boð huldumanns sem bauðst til greiða sektina fyrir hann. Haukur segist eingöngu hafa þegið þetta boð þar sem honum hafi verið tjáð að fólk væri í hættu fyrir utan lögreglustöðina. Þannig fékk Haukur frelsið um klukkan sex í gær við mikinn fögnuð viðstaddra á Hverfisgötu. Huldumaðurinn sem greiddi sektina fyrir Hauk hefur þó ekki gefið sig fram. Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. Haukur Hilmarsson var í vísindaferð með samnemendum sínum í Alþingishúsinu á föstudag þegar hann var handtekinn og látinn hefja afplánun vegna 200 þúsund króna útistandandi sektar sem hann fékk fyrir að mótmæla við álverið á Reyðarfirði árið 2006. Það verður að teljast undarleg tilviljun að Haukur hafi verið handtekinn í Alþingishúsinu því margir hafa haldið því fram, meðal annars alþingismenn, að handtaka Hauks tengist táknrænum mótmælum hans á þaki alþingishússins fyrir tveimur vikum en Haukur dró þá bónusfána að húni. Haukur, Móðir hans og nokkur hundruð manns sem mótrmæltu handtöku hans fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu telja handtöku hans af pólitískum toga og til þess eins að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í fjöldamótmælum sem skipulögð voru á austuvelli í gær. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir þetta ekki rétt. Haukur hafi einfaldlega verið á lista Innheimtumisðtöðvar sekta og sakarkostnaðar á Blöndósi yfir menn sem ekki hefðu svarað boðum um að taka út vararefsingu vegna útistandandi sekta og ætti að handtaka. Eftir að kennsl voru borinn á Hauk í alþingihúsinu á föstudag gat lögregla því ekki annað en fært hann til afplánunnar. Haukur Hilmarsson sagði við fréttastofu í gær að hann væri í eðli sínu á móti því að greiða sektir eins og þær sem hann fékk fyrir mótmælin á Reyðarfirði. Og ætlaði því að sitja af sér þá fjórtán daga sem hann skuldaði. En hann ákvað þess í stað að þekkjast boð huldumanns sem bauðst til greiða sektina fyrir hann. Haukur segist eingöngu hafa þegið þetta boð þar sem honum hafi verið tjáð að fólk væri í hættu fyrir utan lögreglustöðina. Þannig fékk Haukur frelsið um klukkan sex í gær við mikinn fögnuð viðstaddra á Hverfisgötu. Huldumaðurinn sem greiddi sektina fyrir Hauk hefur þó ekki gefið sig fram.
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira