Fótbolti

Sneijder úr leik í þrjá mánuði

Sneijder fór illa út úr viðskiptum sínum við Diaby í gær
Sneijder fór illa út úr viðskiptum sínum við Diaby í gær NordcPhotos/GettyImages

Hollenski landsliðsmaðurinn Wesley Sneijder mun ekki geta leikið með liði sínu Real Madrid næstu þrjá mánuðina svo. Þetta kom í ljós þegar kappinn fór í myndatöku í dag eftir að hafa orðið fyrir tæklingu frá Arsenal-manninum Abou Diaby í leik liðanna í gær.

Liðbönd í hné Sneijder löskuðust við tæklinguna, en hann þarf þó ekki að gangast undir uppskurð að sögn lækna.

Þetta er vitanlega mikið áfall fyrir Spánameistara Real Madrid, en Hollendingurinn lék vel með liðinu á síðustu leiktíð.

Þetta er líka áfall fyrir hollenska landsliðið, en meiðsli Sneijder þýða að hann mun missa af amk fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni HM 2010 í haust.

Einn þessara leikja er einmitt gegn Íslendingum, en að auki mæta Hollendingar Makedóníumönnum og Norðmönnum í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×