Menning

Elsta leyndarmál þjóðarinnar

Rólegri og Skandinavískari segir Óttar M. Norðfjörð um væntanlegan reyfara sinn, Sólkross.
Rólegri og Skandinavískari segir Óttar M. Norðfjörð um væntanlegan reyfara sinn, Sólkross.

Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð var ein af metsölubókum síðustu jólavertíðar og seldist í sex þúsund eintökum. Nú fylgir Óttar bókinni eftir með nýrri skáldsögu, Sólkrossi. „Þessi bók gerist á Íslandi og kærasta Adams Swift, Embla Þöll, er aðalsöguhetjan þótt Adam komi líka við sögu," segir Óttar. „Þetta er miklu metnaðarfyllri bók. Síðast var ég að gera tilraun með að skrifa svona flugvallarmetsölubók, en þessi er rólegri og skandinavískari."

Sólkross er byggð á róttækum kenningum Einars Pálssonar um fyrstu landnámsmennina. Lesandinn er leiddur í eltingarleik um norræna goðafræði og horfna kirkjugarða, og elsta leyndarmál þjóðarinnar er jafnvel upplýst í bókinni. „Það þekkja fáir kenningar Einars en þeir sem kynna sér þær fá þær alveg á heilann," segir Óttar, sem sökkti sér í fræðin. „Einar var þaggaður niður á sínum tíma af ríkjandi fræðimönnum, en er smátt og smátt að fá uppreisn æru. Það er hálfgerður neðanjarðarheimur í kringum kenningar hans. Þegar ég var að skrifa bókina fékk ég skuggalegt símtal og var spurður hvort ég væri að skrifa um Einar Pálsson."

Óttar segist vera að brúa þennan neðanjarðarheim og koma honum til almennings í poppaðri og söluvænlegri bók. En hvað með þriðja og síðasta bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar?

„Úff, Hannes er algjör spennitreyja," stynur Óttar. „Þetta er brandari sem fór of langt en ég verð auðvitað að klára hann."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.