Menning

Fígúrur í landslagi

Það er margt einkennilegt í íslenskri náttúru.
Mynd/Ellert Grétarsson
Það er margt einkennilegt í íslenskri náttúru. Mynd/Ellert Grétarsson

Ljósmyndasýningin „Fés og fígúrur – kynjamyndir í íslenskri náttúru“ verður opnuð í ljósmyndasalnum Fótógrafí, Skólavörðustíg 4, á laugardag kl. 17.

Á sýningunni eru yfir tuttugu myndir sem sýna hinar fjölbreyttustu kynjamyndir sem orðið hafa á vegi ljósmyndarans í gönguferðum hans í íslenskri náttúru: alls kyns kynjaverur, tröll, skessur og þursar, kynngimagnaðar forynjur og margvísleg furðufés.

Ellert Grétarsson starfar sem ljósmyndari og blaðamaður hjá Víkurfréttum á Suðurnesjum. Hann á að baki fjölda einka- og samsýninga hér heima og erlendis og hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir ljósmyndir sínar. Síðastliðið vor hlaut hann þrenn verðlaun fyrir náttúruljósmyndum í flokki atvinnumanna í alþjóðlegu PX3-ljósmyndakeppninni í París. Sýning Ellerts í Fótógrafí stendur yfir til 3. október.- vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.