Aukning loðnukvóta skilar sex milljörðum Björgvin Guðmundsson skrifar 5. mars 2008 00:01 Strangt gæðaeftirlit við hrognavinnslu Kawa Morita frá Japan fylgist vel með framleiðslunni í Vinnslustöðinni þar sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson ræður ríkjum. Samþykki Morita að kaupa hrognin sem eru framleidd er gengið frá pökkun og hrognin sett í frystigeymslur. Sigurgeir segir að þá fari af stað samningaviðræður um verð.Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson „Helstu markaðir fyrir þessar loðnuafurðir eru í Japan og Rússlandi. Eftirspurnin er til staðar en verðið fer eftir markaðsaðstæðum hverju sinni,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, sem flestir þekkja sem Binna í Vinnslustöðinni. Loðnukvótinn var aukinn um 50 þúsund tonn í fyrradag og gladdi það mjög stjórnendur þeirra útgerða sem gera út á loðnu. Er það viðbót við þau 100 þúsund tonn sem þegar var búið að heimila að veiða af loðnunni. Sigurgeir Brynjar segir að langmesti hluti kvótans fari í loðnuhrognaframleiðslu hjá Vinnslustöðinni. Fyrir það fæst hærra verð en ef loðnan er bara sett í bræðslu. „Á einfaldan hátt má segja að hver loðna er skorin í tætlur. Með sérstakri aðferð eru loðnuhrognin tekin úr henni. Þetta eykur verðmætin sem við erum að skapa. Það er samt erfitt að segja til um hversu mikið við fáum fyrir þetta,“ segir Brynjar. Valdimar Halldórsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, segir að í fyrra hafi veiðst 308 þúsund tonn af loðnu. Útflutningsverðmæti þess afla var um 9,5 milljarðar króna. Ef skipting á milli manneldis- og mjölvinnslu verður lík og í fyrra, og í ljósi þess að afurðaverð á heimsmörkuðum er hátt og gengi krónunnar orðið hagstæðara fyrir útflytjendur, gæti verðmæti 50 þúsund tonna loðnukvótaaukningar nálgast tvo milljarða króna að mati Valdimars. Sigurgeir segir að tveir gæðaeftirlitsmenn frá japönskum fyrirtækjum hafi verið að bíða eftir loðnunni í Vestmannaeyjum frá því í janúar. Nú fylgist þeir vel með framleiðslunni og gæði afurða sem send eru til Japan. Kröfurnar eru miklar enda loðnuhrogn dýr og sérstök vara. Sáralítið sé veitt af loðnu í heiminum nema við Íslandsstrendur. Héðan og þaðan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
„Helstu markaðir fyrir þessar loðnuafurðir eru í Japan og Rússlandi. Eftirspurnin er til staðar en verðið fer eftir markaðsaðstæðum hverju sinni,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, sem flestir þekkja sem Binna í Vinnslustöðinni. Loðnukvótinn var aukinn um 50 þúsund tonn í fyrradag og gladdi það mjög stjórnendur þeirra útgerða sem gera út á loðnu. Er það viðbót við þau 100 þúsund tonn sem þegar var búið að heimila að veiða af loðnunni. Sigurgeir Brynjar segir að langmesti hluti kvótans fari í loðnuhrognaframleiðslu hjá Vinnslustöðinni. Fyrir það fæst hærra verð en ef loðnan er bara sett í bræðslu. „Á einfaldan hátt má segja að hver loðna er skorin í tætlur. Með sérstakri aðferð eru loðnuhrognin tekin úr henni. Þetta eykur verðmætin sem við erum að skapa. Það er samt erfitt að segja til um hversu mikið við fáum fyrir þetta,“ segir Brynjar. Valdimar Halldórsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, segir að í fyrra hafi veiðst 308 þúsund tonn af loðnu. Útflutningsverðmæti þess afla var um 9,5 milljarðar króna. Ef skipting á milli manneldis- og mjölvinnslu verður lík og í fyrra, og í ljósi þess að afurðaverð á heimsmörkuðum er hátt og gengi krónunnar orðið hagstæðara fyrir útflytjendur, gæti verðmæti 50 þúsund tonna loðnukvótaaukningar nálgast tvo milljarða króna að mati Valdimars. Sigurgeir segir að tveir gæðaeftirlitsmenn frá japönskum fyrirtækjum hafi verið að bíða eftir loðnunni í Vestmannaeyjum frá því í janúar. Nú fylgist þeir vel með framleiðslunni og gæði afurða sem send eru til Japan. Kröfurnar eru miklar enda loðnuhrogn dýr og sérstök vara. Sáralítið sé veitt af loðnu í heiminum nema við Íslandsstrendur.
Héðan og þaðan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira