Enski boltinn

Berbatov klár en Ferguson segir framlínuna í lagi

Dimitar Berbatov leikmaður Tottenham hefur þrátlátlega verið orðaður við Mancheter United.
Dimitar Berbatov leikmaður Tottenham hefur þrátlátlega verið orðaður við Mancheter United.

Sir Alex Ferguson hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til þess að fara í gegnum þetta tímabil með núverandi leikmannahóp sinn. Ensku meistararnir í Manchester United byrjuðu leiktíðina með vonbrigðum á heimavelli sínum, Old Trafford, og gerðu 1:1 jafntefli við Newcastle.

United áttu í vandræðum upp við markið þar sem Carlos Tevez var fjarri góðu gamni en hann þurfti að fara til Argentínu eftir dauðsfall í fjölskyldunni. Wayne Rooney sem hefur ekki spilað lengi var langt frá því að finna netmöskvana í leiknum.

Meiðsli Ryan Giggs og Michael Carrick í leiknum voru heldur ekki að hjálpa til og svo virtist sem kenning Ferguson um nýjan framherja hefði fest sig í sess í opnunarleiknum á Old Trafford.

Tilraunir til þess að fá Búlgarska framherjann Dimitar Berbatov munu halda áfram í þessari viku. Ferguson hefur hinsvegar líst því yfir að hann sé sáttur með leikmannahóp sinn.

„Ef einhver skrifar undir þá skrifar einhver undir," sagði Ferguson við Key 103.

„Leikmannahópur okkar frá síðasta tímabili er nógu sterkur."

„Carlos Tevez verður kominn tilbaka fyrir Portsmouth leikinn í næstu viku. Anderson verður kominn frá Ólympíuleikunum á þeim tíma sem við spilum við Liverpool og Chelsea og Rooney verður brátt í nógu góðu formi til þess að spila á fullu í 90 mínútur. Ef við þurfum að notast við það sem við höfum, þá gerum við það."

Ferguson virtist nokkuð afslappaður eftir jafntefli við Newcastle, þrátt fyrir að lið hans sé tveimur stigum á eftir erkióvinunum í Chelsea eftir aðeins einn leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×