Erlent

Reynt að smygla loftvarnaflaugum til Gaza

Egypska lögreglan hirti í dag mikið magn af vopnum skammt frá landamærunum að Gaza ströndinni. Í vopnabúrinu voru meðal annars eldflaugar til þess að granda flugvélum og skriðdrekum.

Talið er víst að átt hafi að smygla vopnunum til Gaza. Ísraelar eru sérstaklega hræddir við að Hamas liðar þar komi höndum yfir loftvarnaeldflaugar.

Þeir hafa sakað Egypta um að gera ekki nóg til þess að koma í veg fyrir stórfellt vopnasmygl til Gaza strandarinnar um Sinai eyðimörkina. Ísraelar hafa sett það sem skilyrði fyrir vopnahléi við Hamas, að öllu vopnasmygli verði hætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×