Viðskipti innlent

Blóðrauð opnun í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hefur tekið dýfu við opnun markaða í morgun. Hefur vísitalan lækkað um fjögur prósent og stendur núna í 4.107 stigum.

Eik Banki er eina fyrirtækið sem hefur hækkað en mesta lækkunin er hjá Straumi eða 10,5 prósent, Exista um 8,1 prósent og Atorka um nærri 6,8 prósent. Bakkavör hefur lækkað um 5,8 prósent, Landsbankinn um tæp fimm prósent og Kaupþing um 4,1 prósent.





 

 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×