Enski boltinn

Enska deildin með 17 af 25 tilnefningum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Paul Scholes og Rio Ferdinand eru báðir tilnefndir.
Paul Scholes og Rio Ferdinand eru báðir tilnefndir.

Fjölmargir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa verið tilnefndir til verðlauna sem fótboltamaður ársins í Evrópu. Tilnefningarnar voru opinberaðar af UEFA í morgun.

Alls eru 17 af 25 leikmenn sem eru tilnefndir úr ensku úrvalsdeildinni. Chelsea, Manchester United og Liverpool komust öll í undanúrslit Meistaradeildarinnar og United vann Chelsea í úrslitaleiknum svo þetta kemur ekki á óvart.

Þjálfarar þeirra liða sem komust í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili munu í næstu viku kjósa um sigurvegara. Valinn er besti knattspyrnumaður Evrópu og auk þess einstaklingsverðlaun fyrir besta markmanninn, varnarmanninn, miðjumanninn og sóknarmanninn.

Hér að neðan má sjá tilnefningarnar:

Markvörður ársins: Manuel Almunia (Arsenal), Petr Cech (Chelsea), Manuel Neuer (FC Schalke 04), Jose Reina (Liverpool), Edwin van der Sar (Manchester United).

Varnarmaður ársins: Jamie Carragher (Liverpool), Rio Ferdinand(Manchester United), Carles Puyol (Barcelona), John Terry (Chelsea), Nemanja Vidic (Manchester United).

Miðjumaður ársins: Michael Essien (Chelsea), Cesc Fabregas (Arsenal), Steven Gerrard (Liverpool), Frank Lampard (Chelsea), Paul Scholes (Manchester United).

Sóknarmaður ársins: Didier Drogba (Chelsea), Lionel Messi (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Manchester United), Wayne Rooney (Manchester United), Fernando Torres (Liverpool).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×