Innlent

Mótmælendur réðust inn á lögreglustöðina við Hlemm

Fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm fyrr í dag.
Fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm fyrr í dag.
Fjölmennur hópur mótmælenda réðst fyrir stundu inn í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hlemm og tók sér stöðu þær. Í aðgerðunum var hurð brotin niður og í framhaldinu beitti lögreglan piparúða gegn mótmælendunum sem eru rúmlega 100 samkvæmt heimildum Vísis.

Lögreglumenn hafa nú raðað sér upp gráir fyrir járnum og varna fólki inngöngu í lögreglustöðina.

Að auki hafa rúður verið brotnar í lögreglustöðinni.

Fólkið er að mótmæla handtöku piltsins sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum og hefur verið fjallað um hér á Vísi í dag.


Tengdar fréttir

Flaggari handtekinn í Alþingishúsinu í gær

Annar þeirra sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn í gærkvöldi. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara og það degi fyrir boðuð mótmæli í miðbænum.

Mótmæla handtöku á flaggara

Hópur fólks hyggst mótmæla handtöku piltsins sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum, fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu um fjögurleytið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×