Viðskipti innlent

Exista lækkar í litlum viðskiptum

Bakkabræður, stærstu hluthafar Existu.
Bakkabræður, stærstu hluthafar Existu. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu lækkaði um 2,24 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag. Gengið stendur í 6,11 krónum og hefur aldrei verið lægra. Viðskipti með bréf í félaginu eru ekki mikil, eða rúmar 24 milljónir króna.

Á hæla Existu fylgir Færeyjabanki, sem hefur lækkað um 1,46 prósent og Eimskipafélagið, sem hefur lækkað um 1,05 prósent.

Þá hafa bréf í Bakkavör, Straumi og Kaupþingi lækkað um tæpt prósent.

Gengi bréfa í Landsbankanum hefur á sama tíma hækkað um 0,44 prósent og Glitnir um 0,41 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,16 prósent og stendur í 4.120 stigum. Hún hefur ekki verið lægri í rúm þrjú ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×