Fótbolti

Hoyzer laus úr fangelsi

Robert Hoyzer
Robert Hoyzer NordcPhotos/GettyImages

Fyrrum knattspyrnudómarinn Robert Hoyzer var í gær látinn laus úr fangelsi eftir að hafa tekið þátt í stærsta knattspyrnuhneyksli Þýskalands á síðustu þrjátíu árum.

Hoyzer sat af sér 14 mánuði af þeim 29 sem hann var dæmdur til að sitja af sér í fangelsi eftir að hafa viðurkennt að hafa með beinum hætti haft áhrif á úrslit leikja árið 2004.

Hoyzer var fulltrúi króatískra bræðra sem borguðu honum fyrir að hafa áhrif á úrslit leikja, en höfuðpaurinn í málinu fékk 35 mánaða fangelsi.

Sagt er að Hoyzer hafi haft áhrif á úrslit 23 leikja í þýska boltanum en hann féllst á að greiða þýska knattspyrnusambandinu 700 evrur á mánuði í sekt næstu 15 árin í sátt sem gerð var utan réttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×