Innlent

Benedikt Hjartarson náði í mark

Benedikt Hjartarson synti sextíu kílómetra. Mynd/ Ermarsund.com
Benedikt Hjartarson synti sextíu kílómetra. Mynd/ Ermarsund.com
Benedikt Hjartarson kom að landi við Cap Gris-Nez í Frakklandi laust fyrir klukkan tólf í kvöld. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem nær þessum áfanga. Það tók hann sextán klukkustundir og eina mínútu að synda alls sextíu kílómetra.

Gréta Ingþórsdóttir, talsmaður Benedikts, sagði á vefsíðu sundsins að staðan hafi verið tvísýn á tímabili og verulegar áhyggjur um borð í bátnum þegar í ljós hafi komið að Benedikt hafði misst af höfðanum þar sem yfirleitt er komið í land. Straumurinn við höfðann hafi verið mikill og erfiður en skipstjórinn hafi gripið til sinna ráða.

Að sögn Grétu lét skipstjórinn Benedikt synda alllengi um tvo kílómetra frá landi, þar til hann kom að lítilli vík fyrir austan höfðann. Þar voru minni straumáhrif og þar gat Benedikt náð landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×