Fótbolti

Real Madrid tapaði líka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ruud van Nistelrooy í baráttunni í dag.
Ruud van Nistelrooy í baráttunni í dag. Nordic Photos / AFP
Spánarmeistarar Real Madrid töpuðu í dag sínum fyrsta leik á tímabilinu í spænska boltanum - rétt eins og Barcelona.

Liðið mætti Deportivo á útivelli í dag en Mista kom heimamönnum yfir á 26. mínútu. Ruud van Nistelrooy jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks en Lopo skoraði sigurmark leiksins á 51. mínútu.

Robinho var ekki í leikmannahópi Real Madrid í dag.


Tengdar fréttir

Spænski og ítalski boltinn af stað

Í gær hófst keppni í bæði spænsku og ítölsku úrvalsdeildunum í knattspyrnu og er Jose Mourinho þegar búinn að tapa sínum fyrstu stigum með Inter.

Barcelona tapaði fyrsta leiknum

Vertíðin hefst ekki vel hjá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Barcelona. Hans menn töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu fyrir Numancia á útivelli, 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×