Viðskipti erlent

Kakó ekki dýrara í 23 ár

Súkkulaði er ein af vinsælli sælkeravörunum og jafnframt framleitt úr kakóbaunum.
Súkkulaði er ein af vinsælli sælkeravörunum og jafnframt framleitt úr kakóbaunum.

Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur ekki verið hærra í 23 ár og hefur verðið hækkað um 70% á árinu. Súkkulaðiframleiðendur segja að hækkunin muni velta beint út í verðlagið og því má búast við verð á einni af vinsælustu sælkeravörunni muni hækka á umtalsvert á nýju ári.

Hækkunin er meðal annars rakin til þess að dregið hefur úr framleiðslu í mesta kakóbaunaframleiðsluríki heims, Fílabeinsströndinni í Vestur-Afríku. Verkföll verkamanna hafa haft talsverð áhrif. Allt að 40% kakóbauna eru framleiddar í landinu.

Þá hefur einnig dregið úr framleiðslu og ræktun kakóbauna í nágrannaríkinu Ghana sem er næststærsta kakóbaunaframleiðsluríki heims.

Samtök stærstu súkkulaðiframleiðends heimsins á borð við Nestlé, Marabou, Cloetta Fazer, Cadbury og Unilever fullyrða að hækkun heimsmarkaðsverðs á kakóbaunum muni velta beint út í verðlagið. Fyrirtækin hafi öll hagrætt og dregið úr kostnaði vegna yfirstandandi efnahagsþrenginga og því muni vörur fyrirtækjanna hækka í verði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×