Fótbolti

Ramos hefði viljað sleppa við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Juande Ramos, knattspyrnustjóri Real Madrid.
Juande Ramos, knattspyrnustjóri Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Juande Ramos, knattspyrnustjóri Real Madrid, segist vera heldur óhress með að þurfa mæta Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Við vorum ekki ánægðir með dráttinn og ég á ekki von á því að þeir séu heldur ánægðir," sagði Ramos við blaðamenn á Spáni í dag. „Rafa Benitez (knattspyrnustjóri Liverpool) þekkir vel til okkar liðs og ég þekki líka vel til Liverpool og Benitez frá því að ég starfaði á Englandi."

Hann sagði þó að Real Madrid þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að mæta einhverju sterku liði.

„Liverpool er með afar heilsteypt og hættulegt lið. Það eru margir góðir leikmenn hjá liðinu. En Real Madrid getur ekki leyft sér að óttast neinn andstæðing og möguleikar okkar á því að komast áfram eru jafn miklir og hjá þeim."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×