Innlent

Fyrirtaka í lögbannsmáli vegna Kompásþáttar í morgun

Ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannskröfu Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, líkamsræktarmanns og einkaþjálfara, á birtingu Kompássþáttar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Forsaga málsins er sú að þann 31. júlí síðastliðinn hittust þeir Benjamín og Ragnar Magnússon, fyrrum eigandi skemmtistaðarins Olivers, við Hafnarfjarðarhöfn. Benjamín sakaði Ragnar um óhróður og heimtaði milljónir króna í bætur vegna þess. Deildu þeir hart um málið. Deilurnar leiddu til þess að Benjamín réðst að Ragnari og tók Kompás átökin upp á myndskeið.

Benjamín krafðist þess að sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann á birtingu myndskeiðsins sem Kompás tók upp. Sýslumaður hafnaði þeirri kröfu í byrjun ágúst. Lögmaður Benjamíns kærði þá ákvörðun svo til héraðsdóms, þar sem málið var tekið fyrir í dag, en munnlegur málflutningur fer fram í byrjun október.

Kompás mun fjalla um árás Benjamíns á Ragnar og heim handrukkara í opinni dagskrá á Stöð 2 á mánudagskvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×