Enski boltinn

Útilokað að Arshavin fari til Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Andrei Arshavin.
Andrei Arshavin.

Zenit frá Pétursborg hefur útilokað að Andrei Arshavin fari til Tottenham. Félagið segir það ljóst að viðræður við enska félagið muni ekki halda áfram þar sem það væri ekki hægt að finna leikmann í stað Arshavin.

Tottenham vildi fá Arshavin til að fylla skarðið sem Robbie Keane skilur eftir sig. Sjálfur hefur Arshavin lýst yfir vilja sínum til að ganga til liðs við Tottenham. Zenit setti hinsvegar risa-verðmiða á hann.

Líklegt er talið að sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov yfirgefi Tottenham síðar í þessum mánuði. Samkvæmt enskum fjölmiðlum er Spurs að horfa til leikmanna í hans stað og hafa nöfn Diego Forlan hjá Atletico Madrid, Roque Santa Cruz hjá Blackburn og Diego Milito hjá Real Zaragoza verið nefnd.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×