Spennan magnast 23. apríl 2008 00:01 Maður verður eitthvað svo hrikalega svartsýnn að umgangast íslenska fjárfesta þessa dagana; óðaverðbólga, útlánastopp, gjaldþrot og ákall um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru frasar sem maður var eiginlega bara búinn að gleyma. Sjálfur er maður auðvitað orðinn svo international að smávegis lægð á heimamarkaði slær mann ekki út af laginu. Ég er að byggja í Skotlandi og þar vildu bankarnir allt fyrir mig gera, en bankastjórinn minn hér á Íslandi svarar ekki einu sinni skilaboðum þótt ég sé með pottþétt keis í höndunum. Ég heyrði á barnum um daginn að amma hans fengi ekki einu sinni bankalán þessa dagana. Það er allt stopp. Ég kíkti á ársfund Samtakanna á föstudaginn og þar voru Bjöggi og Kjartan í góðu formi, mér sýndist þeir útsofnir og slakir. En svo voru þarna einhverjir úr byggingabransanum sem töluðu bara um Evrópu og supu hveljur yfir því að forsætisráðherrann hefði ekki komið með einhver útspil á fundinum. Bara einhver útspil, sögðu þeir nánast óðamála. Sjálfur er ég spenntastur yfir uppgjörunum sem eru væntanleg á næstunni, mér heyrist að bankarnir komi betur út en margir óttuðust – kannski að krónan gamla spili þar einhverja rullu. Og svo eru það blessuð matsfyrirtækin. Hver er eiginlega alltaf að spyrja þau álits? Ég man þegar Bjarni Ármanns var svo stoltur yfir því að Standard og Poor‘s hefðu metið Glitni, en nú er það bara bölvað vesen og Glitnir er nú barinn oftar í hausinn en hinir bankarnir! Fitch á leiðinni, örugglega með sama svartagallsrausið, og Moody‘s búinn að fara í svo marga hringi að enginn tekur lengur almennilegt mark á honum. Félagi minn hringdi alveg óður í gær frá Danmörku. Hann sagði að þar hefði allt verið að róast yfir vondum fréttum frá Íslandi þegar Eiríkur seðlabankastjóri hefði ákveðið að spjalla um daginn og veginn við Börsen með þeim afleiðingum að allir fóru á taugum! Solla var búin að segja öllum að ríkið myndi bakka upp bankana, en Eiríkur sagði að Seðlabankinn myndi varla ráða við alvöru fjármálakreppu. Ég sé að núna er Eiríkur á yfirtíð að bera þetta til baka hér heima; segist hafa verið að tala í viðtengingarhætti. Halló! Á þetta að róa markaðinn? Mér finnst sjálfum Eiríkur miklu betri á íslensku en dönsku. Spákaupmaðurinn á horninu. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Maður verður eitthvað svo hrikalega svartsýnn að umgangast íslenska fjárfesta þessa dagana; óðaverðbólga, útlánastopp, gjaldþrot og ákall um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru frasar sem maður var eiginlega bara búinn að gleyma. Sjálfur er maður auðvitað orðinn svo international að smávegis lægð á heimamarkaði slær mann ekki út af laginu. Ég er að byggja í Skotlandi og þar vildu bankarnir allt fyrir mig gera, en bankastjórinn minn hér á Íslandi svarar ekki einu sinni skilaboðum þótt ég sé með pottþétt keis í höndunum. Ég heyrði á barnum um daginn að amma hans fengi ekki einu sinni bankalán þessa dagana. Það er allt stopp. Ég kíkti á ársfund Samtakanna á föstudaginn og þar voru Bjöggi og Kjartan í góðu formi, mér sýndist þeir útsofnir og slakir. En svo voru þarna einhverjir úr byggingabransanum sem töluðu bara um Evrópu og supu hveljur yfir því að forsætisráðherrann hefði ekki komið með einhver útspil á fundinum. Bara einhver útspil, sögðu þeir nánast óðamála. Sjálfur er ég spenntastur yfir uppgjörunum sem eru væntanleg á næstunni, mér heyrist að bankarnir komi betur út en margir óttuðust – kannski að krónan gamla spili þar einhverja rullu. Og svo eru það blessuð matsfyrirtækin. Hver er eiginlega alltaf að spyrja þau álits? Ég man þegar Bjarni Ármanns var svo stoltur yfir því að Standard og Poor‘s hefðu metið Glitni, en nú er það bara bölvað vesen og Glitnir er nú barinn oftar í hausinn en hinir bankarnir! Fitch á leiðinni, örugglega með sama svartagallsrausið, og Moody‘s búinn að fara í svo marga hringi að enginn tekur lengur almennilegt mark á honum. Félagi minn hringdi alveg óður í gær frá Danmörku. Hann sagði að þar hefði allt verið að róast yfir vondum fréttum frá Íslandi þegar Eiríkur seðlabankastjóri hefði ákveðið að spjalla um daginn og veginn við Börsen með þeim afleiðingum að allir fóru á taugum! Solla var búin að segja öllum að ríkið myndi bakka upp bankana, en Eiríkur sagði að Seðlabankinn myndi varla ráða við alvöru fjármálakreppu. Ég sé að núna er Eiríkur á yfirtíð að bera þetta til baka hér heima; segist hafa verið að tala í viðtengingarhætti. Halló! Á þetta að róa markaðinn? Mér finnst sjálfum Eiríkur miklu betri á íslensku en dönsku. Spákaupmaðurinn á horninu.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira