Enski boltinn

Rijkaard: Fleiri hafa trú á okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank Rijkaard, stjóri Barcelona.
Frank Rijkaard, stjóri Barcelona. Nordic Photos / AFP
Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, segir að fleiri hafi nú trú á því að félagið komist í úrslit Meistaradeildarinnar eftir leik kvöldsins.

Barcelona gerði markalaust jafntefli við Manchester United í kvöld og á erfiðan leik fyrir höndum á Old Trafford á þriðjudaginn.

„Það eru fleiri sem hafa trú á okkur nú en áður. Við spiluðum vel og gerðum allt sem við gátum. Það var augljóst að við vildum vinna en það er allt opið enn. Þeir vita líka að ef við skorum á þeirra heimavelli flækir það málin."

Rijkaard vonar að United verði sókndjarfara í síðari leiknum eftir að hafa varist mjög skipulega í kvöld.

„Þeir voru mjög skipulagðir í sínum varnarleik og gátu valdið usla í skyndisóknum sínum. En við erum með okkar áætlunum um hvernig við ætlum að spila á Old Trafford. Það verður ekki auðvelt."

„Þetta voru kannski ekki bestu úrslitin en nú þurfum við að bíða og sjá hvernig þeir munu spila. Við höfðum ekki heppnina með okkur í kvöld en mér fannst mikilvægt að við héldum áfram og reyndum að skapa færi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×