Menning

Kór Áskirkju í kvöld

Kór Áskirkju við söng  í Laugarásnum.Mynd  ‚askirkja
Kór Áskirkju við söng í Laugarásnum.Mynd ‚askirkja

Í kvöld kl. 20 verða útgáfutónleikar í Áskirkju en kórinn þar hefur nú gefið út nýjan disk með jólalögum, Það aldin út er sprungið, og ætlar í kvöld að syngja lög úr því lagasafni. Fjögur ár eru liðin síðan Kirkjukór Áskirkju gaf út rómaðan disk með ættjarðarlögum, Það er óskaland íslenskt, sem naut mikillar hylli og var verðlaunaður.

Kórinn skipa um tuttugu raddir og annast félagar úr kórnum einsöng þar sem við á. Nú er Magnús Ragnarsson söngstjóri kórsins. Á nýja disknum hljóma perlur sem allir kannast við í hefðbundnum sem og óhefðbundnum útsetningum, ásamt minna þekktum kórverkum, en sungið er án undirleiks. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20 og er aðgangur ókeypis. - pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×