Fótbolti

Enn missa Skotar menn í meiðsli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
George Burley, landsliðsþjálfari Skota.
George Burley, landsliðsþjálfari Skota. Nordic Photos / Getty Images
Alls hafa nú sex leikmenn þurft að draga sig úr skoska landsliðshópnum sem mætir Makedóníu og Íslandi í undankeppni HM 2010. Í dag duttu þrír úr hópnum.

Þetta eru miðvallarleikmennirnir Callum Davidson hjá Preston og Kevin Thomson hjá Rangars auk Kevin McNaughton, varnarmanni hjá Cardiff.

Michael Stewart, miðvallarleikmaður hjá Hearts, hefur verið kallaður inn í hópinn.

Í gær duttu aðrir þrír leikmenn úr hópnum og voru tveir kallaðir inn í stað þeirra.

Þar að auki er James Morrison, leikmaður WBA, tæpur fyrir leikina.

Leikmannahópur Skota:

Markverðir: Craig Gordon (Sunderland), Allan McGregor (Rangers), Jamie Langfield (Aberdeen)

Varnarmenn: Graham Alexander (Burnley), Darren Barr (Falkirk), Christophe Berra (Heart of Midlothian), Gary Caldwell (celtic), Stephen McManus (Celtic), Gary Naysmith (Sheffield United), Kirk Broadfoot (Rangers).

Miðvallarleikmenn: Scott Brown (Celtic), Kris Commons (Derby County), Darren Fletcher (Manchester United), Paul Hartley (Celtic), Shaun Maloney (Celtic), James Morrison (West Bromwich Albion), Barry Robson (celtic), Michael Stewart (Heart of Midlothian).

Framherjar: Kris Boyd (Rangers), David Clarkson (Motherwell), James McFadden (Birmingham City), Kenny Miller (Rangers).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×