Viðskipti innlent

Íslenskar eignir falla á Norðurlöndunum

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Mynd/Vilhelm
Verð hlutabréfa í Kaupþingi, sem skráð eru á markað í Nasdaq-OMX kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð, hefur fallið um fjögur prósent í dag. Þá hafa stórar eignir Kaupþings og Existu á Norðurlöndunum lækkað nokkuð í verði. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag eftir að lýst var yfir gjaldþroti bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers og kaupum Bank of America á Merrill Lynch. Gengi bréfa í norska tryggingafélaginu Storeband fallið um 7,33 prósent. Kaupþing og Exista á tæp þrjátíu prósent í félaginu. Það er þó ekki nálægt sínu lægsta gengi á árinu. Þá hefur gengi bréfa í finnska tryggingafélaginu Sampo, sem Exista á tæp tuttugu prósent í, fallið um 3,73 prósent. Samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 fallið um 3,47 prósent. Mest er lækkunin í Noregi en aðalvísitalan í kauphöllinni í Ósló hefur fallið í kringum fjögur prósent. Minnst er lækkunin í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku en C-20 hlutabréfavísitalan hefur falli ðum þrjú prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×