Enski boltinn

Saha á leið til Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Louis Saha í leik með Manchester United.
Louis Saha í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Það er mikið um að vera í herbúðum Everton þessa dagana en nú þykir ljóst að Louis Saha er á leið til félagsins frá Manchester United.

Saha á eftir að gangast undir læknisskoðun en dvöl hans hjá United hefur einkennst af tíðum meiðslum. Hann kom til United frá Fulham í janúar 2004 fyrir 12,8 milljónir punda og skoraði á ferli sínum þar 42 mörk.

Saha mun skrifa undir tveggja ára samning við Everton með þeim möguleika að framlengja hann um eitt ár.

Everton er nýbúið að ganga frá kaupum á Segundo Castillo og fyrir skömmu kom Christian Jacobsen til félagsins.

Alex Ferguson, stjóri United, hefur lýst því yfir að hann ætli sér að ná í framherja áður en félagaskiptaglugginn lokar en félagið hefur helst verið orðað við Dimitar Berbatov, leikmann Tottenham.

„Ég er ekki eins bjartsýnn í dag og ég hef verið síðustu daga. Ég hef ekki hugmynd um hvað mun gerast," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×