Erlent

Flóknar stjórnarmyndunarviðræður fram undan

Guðjón Helgason skrifar

Flóknar stjórnarmyndunarviðræður eru fram undan eftir þingkosningar í Serbíu í gær. Lýðræðisflokkur Borisar Tadic, forseta landsins, fékk flest atkvæði eða tæp 39%.

Næstur kom hinn þjóðernissinnaði Róttæki flokkur Tomislavs Nikolitsj með tæp 30%. Þriðji var íhaldsflokkur Vojislavs Kostunitsja, forsætisráðherra, með rúm 11%.

Takist flokki forsetans að mynda stjórn með smærri flokkum verður aðildarviðræðum við Evrópusambandið fram haldið.

Myndi þjóðernissinnar meirihluta á þingi halla þeir sér að Rússum og ljóst að stefna stjórnvalda gagnvart nýsjálfstæðum íbúum Kosovo harðnar til muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×