Segir samstarf við Ólaf ekki mistök 13. ágúst 2008 12:20 Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir samstarf flokksins í borginni við Ólaf F. Magnússon ekki mistök. Honum er ekki kunnugt um þreifingar manna um myndun nýs meirihluta. Staða Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra veikist nú með hverjum deginum sem líður. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eigi í óformlegum viðræðum og samkvæmt heimildum fréttastofu voru þreifingar í gangi milli flokkanna í morgun en þær eru enn sem komið er á byrjunarstigi. Ekki hefur náðst í oddvita borgarstjórnarflokkanna í dag en Dagur B. Eggertsson sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að mikil samstaða væri meðal minnihlutans. Hann treysti sér þó ekki til að spá fyrir um framhaldið en sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn örvæntingafullur vegna lélegrar útkomu í skoðanakönnunum og útspil þeirra nú væri að skrifa nýjan fréttafarsa. Aðspurður segist hann ekki vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum í borginni og að ólíkt Sjálfstæðismönnum væri Samfylkingarfólk ekki að fara á taugum. Kannast ekki við þreifingar Geir H. Haarde forsætisráðherra vill ekki kannast við þreifingar í borgarmálunum og segist treysta oddvita flokksins fyrir þessum málum. Aðspurður um það hvort þreifingar væru á milli sjálfstæðismanna og framsóknarmanna sagði Geir: „Það mál er auðvitað á vettvangi borgarfulltrúanna undir forystu Hönnu Birnu og ég get ekki svarað þér þessari spurningu," sagði Geir við fréttamann Stöðvar 2. Spurður hvort hann og Hanna Birna hafi rætt málið svaraði Geir því til að þau ræddust við reglulega. Þá var hann inntur eftir því hvort hann sem formaður ætti ekki að vita ef slíkar þreifingar ættu sér stað og þá svaraði Geir: „Mér er ekki kunnugt um neinar beinar þreifingar í þessu máli." Geir sagði aðspurður að staða flokksins í borginni samkvæmt skoðanakönnunum væri óviðunandi og borgarfulltrúarnir gerðu sér grein fyrir því. „Ég er alveg viss um að Hanna Birna og hennar samstarfsmenn munu rífa upp þetta fylgi áður en mjög langt um líður," segir Geir. Forsætisráðherra telur ekki að samstarf sjálfstæðismanna við Ólaf F. Magnússon hafi verið mistök og hann viti ekki betur en að það samstarf hafi í aðalatriðum gengið vel og gangi vel. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir samstarf flokksins í borginni við Ólaf F. Magnússon ekki mistök. Honum er ekki kunnugt um þreifingar manna um myndun nýs meirihluta. Staða Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra veikist nú með hverjum deginum sem líður. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eigi í óformlegum viðræðum og samkvæmt heimildum fréttastofu voru þreifingar í gangi milli flokkanna í morgun en þær eru enn sem komið er á byrjunarstigi. Ekki hefur náðst í oddvita borgarstjórnarflokkanna í dag en Dagur B. Eggertsson sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að mikil samstaða væri meðal minnihlutans. Hann treysti sér þó ekki til að spá fyrir um framhaldið en sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn örvæntingafullur vegna lélegrar útkomu í skoðanakönnunum og útspil þeirra nú væri að skrifa nýjan fréttafarsa. Aðspurður segist hann ekki vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum í borginni og að ólíkt Sjálfstæðismönnum væri Samfylkingarfólk ekki að fara á taugum. Kannast ekki við þreifingar Geir H. Haarde forsætisráðherra vill ekki kannast við þreifingar í borgarmálunum og segist treysta oddvita flokksins fyrir þessum málum. Aðspurður um það hvort þreifingar væru á milli sjálfstæðismanna og framsóknarmanna sagði Geir: „Það mál er auðvitað á vettvangi borgarfulltrúanna undir forystu Hönnu Birnu og ég get ekki svarað þér þessari spurningu," sagði Geir við fréttamann Stöðvar 2. Spurður hvort hann og Hanna Birna hafi rætt málið svaraði Geir því til að þau ræddust við reglulega. Þá var hann inntur eftir því hvort hann sem formaður ætti ekki að vita ef slíkar þreifingar ættu sér stað og þá svaraði Geir: „Mér er ekki kunnugt um neinar beinar þreifingar í þessu máli." Geir sagði aðspurður að staða flokksins í borginni samkvæmt skoðanakönnunum væri óviðunandi og borgarfulltrúarnir gerðu sér grein fyrir því. „Ég er alveg viss um að Hanna Birna og hennar samstarfsmenn munu rífa upp þetta fylgi áður en mjög langt um líður," segir Geir. Forsætisráðherra telur ekki að samstarf sjálfstæðismanna við Ólaf F. Magnússon hafi verið mistök og hann viti ekki betur en að það samstarf hafi í aðalatriðum gengið vel og gangi vel.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira