Segir samstarf við Ólaf ekki mistök 13. ágúst 2008 12:20 Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir samstarf flokksins í borginni við Ólaf F. Magnússon ekki mistök. Honum er ekki kunnugt um þreifingar manna um myndun nýs meirihluta. Staða Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra veikist nú með hverjum deginum sem líður. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eigi í óformlegum viðræðum og samkvæmt heimildum fréttastofu voru þreifingar í gangi milli flokkanna í morgun en þær eru enn sem komið er á byrjunarstigi. Ekki hefur náðst í oddvita borgarstjórnarflokkanna í dag en Dagur B. Eggertsson sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að mikil samstaða væri meðal minnihlutans. Hann treysti sér þó ekki til að spá fyrir um framhaldið en sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn örvæntingafullur vegna lélegrar útkomu í skoðanakönnunum og útspil þeirra nú væri að skrifa nýjan fréttafarsa. Aðspurður segist hann ekki vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum í borginni og að ólíkt Sjálfstæðismönnum væri Samfylkingarfólk ekki að fara á taugum. Kannast ekki við þreifingar Geir H. Haarde forsætisráðherra vill ekki kannast við þreifingar í borgarmálunum og segist treysta oddvita flokksins fyrir þessum málum. Aðspurður um það hvort þreifingar væru á milli sjálfstæðismanna og framsóknarmanna sagði Geir: „Það mál er auðvitað á vettvangi borgarfulltrúanna undir forystu Hönnu Birnu og ég get ekki svarað þér þessari spurningu," sagði Geir við fréttamann Stöðvar 2. Spurður hvort hann og Hanna Birna hafi rætt málið svaraði Geir því til að þau ræddust við reglulega. Þá var hann inntur eftir því hvort hann sem formaður ætti ekki að vita ef slíkar þreifingar ættu sér stað og þá svaraði Geir: „Mér er ekki kunnugt um neinar beinar þreifingar í þessu máli." Geir sagði aðspurður að staða flokksins í borginni samkvæmt skoðanakönnunum væri óviðunandi og borgarfulltrúarnir gerðu sér grein fyrir því. „Ég er alveg viss um að Hanna Birna og hennar samstarfsmenn munu rífa upp þetta fylgi áður en mjög langt um líður," segir Geir. Forsætisráðherra telur ekki að samstarf sjálfstæðismanna við Ólaf F. Magnússon hafi verið mistök og hann viti ekki betur en að það samstarf hafi í aðalatriðum gengið vel og gangi vel. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir samstarf flokksins í borginni við Ólaf F. Magnússon ekki mistök. Honum er ekki kunnugt um þreifingar manna um myndun nýs meirihluta. Staða Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra veikist nú með hverjum deginum sem líður. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eigi í óformlegum viðræðum og samkvæmt heimildum fréttastofu voru þreifingar í gangi milli flokkanna í morgun en þær eru enn sem komið er á byrjunarstigi. Ekki hefur náðst í oddvita borgarstjórnarflokkanna í dag en Dagur B. Eggertsson sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að mikil samstaða væri meðal minnihlutans. Hann treysti sér þó ekki til að spá fyrir um framhaldið en sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn örvæntingafullur vegna lélegrar útkomu í skoðanakönnunum og útspil þeirra nú væri að skrifa nýjan fréttafarsa. Aðspurður segist hann ekki vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum í borginni og að ólíkt Sjálfstæðismönnum væri Samfylkingarfólk ekki að fara á taugum. Kannast ekki við þreifingar Geir H. Haarde forsætisráðherra vill ekki kannast við þreifingar í borgarmálunum og segist treysta oddvita flokksins fyrir þessum málum. Aðspurður um það hvort þreifingar væru á milli sjálfstæðismanna og framsóknarmanna sagði Geir: „Það mál er auðvitað á vettvangi borgarfulltrúanna undir forystu Hönnu Birnu og ég get ekki svarað þér þessari spurningu," sagði Geir við fréttamann Stöðvar 2. Spurður hvort hann og Hanna Birna hafi rætt málið svaraði Geir því til að þau ræddust við reglulega. Þá var hann inntur eftir því hvort hann sem formaður ætti ekki að vita ef slíkar þreifingar ættu sér stað og þá svaraði Geir: „Mér er ekki kunnugt um neinar beinar þreifingar í þessu máli." Geir sagði aðspurður að staða flokksins í borginni samkvæmt skoðanakönnunum væri óviðunandi og borgarfulltrúarnir gerðu sér grein fyrir því. „Ég er alveg viss um að Hanna Birna og hennar samstarfsmenn munu rífa upp þetta fylgi áður en mjög langt um líður," segir Geir. Forsætisráðherra telur ekki að samstarf sjálfstæðismanna við Ólaf F. Magnússon hafi verið mistök og hann viti ekki betur en að það samstarf hafi í aðalatriðum gengið vel og gangi vel.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira