Enski boltinn

Arsenal í vanda fyrir Evrópuleik

Aaron Ramsey verður á miðjunni hjá Arsenal í kvöld
Aaron Ramsey verður á miðjunni hjá Arsenal í kvöld

Arsene Wenger er strax farinn að sjá eftir því að hafa ekki styrkt lið sitt meira í sumar. Hann stendur nú frammi fyrir því að vera án níu leikmanna fyrir evrópuleikinn gegn FC Twente í kvöld.

Nýjasta áfallið kom þegar Cesc Fabregas meiddist. Hann var þá aðeins nýkominn aftur til æfinga eftir að hafa fengið lengra sumarfrí en aðrir vegna Evrópumótsins.

Abu Diaby er meiddist einnig nýlega á vöðva en það er í fjórða skiptið á þessu ári sem það gerist.

Því lítur allt út fyrir að hinn 17 ára gamli Aaron Ramsey verði á miðjunni með Denilson í leriknum í kvöld.

Johan Djouru mun svo hlaupa í skarðið í vörninni og mun sinna miðvarðarhlutverki ásamt William Gallas.

Bæði Kolo Toure og Philip Senderos eru meiddir.

Þá er Samir Nasri einnig meiddur þó búist sé við því að hann verði orðinn klár fyrir opnunarleikinn í ensku deildinni sem fer fram á laugardaginn.

Auk þeirra sem áður hafa verið nefndir eru Thomas Rosicky, Eduardo Da Silva og Amaury Bischoff allir meiddir. Alex Song er hins vegar á Ólympíuleikunum í Peking ásamt félögum sínum í landsliði Kamerún.

Leikirnir gegn Twente verða að vinnast því sigurvegarinn fær að launum sæti í riðlakeppni meistaradeildarinnar. Steve McClaren, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englendinga, stýrir liði FC Twente.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×