Vil ekki hugsa til þess hvenær ég skoraði síðast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2008 15:28 Gylfi Einarsson, leikmaður Brann í Noregi. Mynd/Heimasíða Brann Gylfi Einarsson er kominn á fullt skrið í boltanum í nýjan leik með Brann í Noregi eftir fjögur löng og mögur ár í Englandi. Gylfi skoraði eitt marka Brann í 2-1 sigri á Lilleström en það hans fyrsti leikur í byrjunarliði Brann á tímabilinu. Markið má sjá hér en það kemur þegar um þrjár mínútur og 20 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Það má einnig sjá mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar fyrir Vålerenga gegn Viking en það kemur eftir fimm mínútur. Það var ef til vill viðeigandi að markið kom gegn hans gamla liði, Lilleström, þar sem hann lék í fjögur ár við góðan orðstír. Á sínu síðasta tímabili skoraði hann tólf mörk fyrir Lilleström en hann var í kjölfarið seldur til Leeds á Englandi. Það var árið 2004. Hann byrjaði ágætlega þar og skoraði fljótlega á tímabilinu sitt fyrsta mark fyrir Leeds. Það reyndist þó hans síðasta. Á þeim þremur tímabilum sem hann lék með Leeds lék hann einungis 21 leik en tíð meiðsli settu strik í reikninginn. „Það var mjög sætt að skora um helgina," sagði Gylfi í samtali við Vísi. „Ég vil ekki einu sinni hugsa til þess hvað það er langt síðan ég skoraði í alvöru leik. En það er mjög langt." Hann segir að það hafi vissulega verið léttir að ná loksins að skora. „Þetta er búinn að vera langur tími sem hefur farið í meiðsli og annað rugl. Nú horfir maður bara fram á við." Gylfa líkar vistin vel hjá Brann enda þekkir hann vel til í Noregi. „Þetta er mjög gott félag og ekkert nema gott um það að segja. Byrjunin á tímabilinu hefur verið svolítið slöpp hjá okkur en við erum með breiðan og góðan mannskap og getum vel gert góða hluti." Á morgun mætir Brann liði Tromsö á útivelli í fyrsta leik sjöttu umferðar en Gylfi býst þó við því að byrja á bekknum í þeim leik. „Þjálfarinn sagði mér að hann vill alls ekki missa mig fyrir leikinn gegn Vålerenga þann sextánda mai. Þetta er í raun stærsti leikur ársins og vil ég sjálfur alls ekki missa af honum." „Ég er þegar búinn að fá tvö gul spjöld og ég fer í leikbann ef ég fæ það þriðja. Auk þess spilar Tromsö á gervigrasi sem er ekkert sérstaklega gott fyrir mig. Maður vill auðvitað spila alla leiki en þetta er skynsamleg ákvörðun." Hann segir þó að meiðslin sitji ekki mikið í sér. „Þetta tekur bara tíma enda langt síðan ég spilaði reglulega síðast. Ég finn þó mikinn mun á mér í hverru viku og finn að ég er að nálgast mitt fyrra form." Gylfi var á sínum tíma fastamaður í íslenska landsliðinu og á að baki 24 leiki með A-landsliðinu og eitt mark sem hann skoraði í frægum 2-0 sigri Íslands á Ítalíu. „Ég er rauninni að hugsa einungis um Brann þessa stundina. Ef ég fæ kallið frá landsliðinu þá kemur það bara. Ég hitti Óla (Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara) þegar hann kom til Osló um daginn og spjallaði þá við hann. Það væri vissulega gaman að spila með landsliðinu á nýjan leik en ég er ekkert að spá í því í augnablikinu." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Gylfi Einarsson er kominn á fullt skrið í boltanum í nýjan leik með Brann í Noregi eftir fjögur löng og mögur ár í Englandi. Gylfi skoraði eitt marka Brann í 2-1 sigri á Lilleström en það hans fyrsti leikur í byrjunarliði Brann á tímabilinu. Markið má sjá hér en það kemur þegar um þrjár mínútur og 20 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Það má einnig sjá mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar fyrir Vålerenga gegn Viking en það kemur eftir fimm mínútur. Það var ef til vill viðeigandi að markið kom gegn hans gamla liði, Lilleström, þar sem hann lék í fjögur ár við góðan orðstír. Á sínu síðasta tímabili skoraði hann tólf mörk fyrir Lilleström en hann var í kjölfarið seldur til Leeds á Englandi. Það var árið 2004. Hann byrjaði ágætlega þar og skoraði fljótlega á tímabilinu sitt fyrsta mark fyrir Leeds. Það reyndist þó hans síðasta. Á þeim þremur tímabilum sem hann lék með Leeds lék hann einungis 21 leik en tíð meiðsli settu strik í reikninginn. „Það var mjög sætt að skora um helgina," sagði Gylfi í samtali við Vísi. „Ég vil ekki einu sinni hugsa til þess hvað það er langt síðan ég skoraði í alvöru leik. En það er mjög langt." Hann segir að það hafi vissulega verið léttir að ná loksins að skora. „Þetta er búinn að vera langur tími sem hefur farið í meiðsli og annað rugl. Nú horfir maður bara fram á við." Gylfa líkar vistin vel hjá Brann enda þekkir hann vel til í Noregi. „Þetta er mjög gott félag og ekkert nema gott um það að segja. Byrjunin á tímabilinu hefur verið svolítið slöpp hjá okkur en við erum með breiðan og góðan mannskap og getum vel gert góða hluti." Á morgun mætir Brann liði Tromsö á útivelli í fyrsta leik sjöttu umferðar en Gylfi býst þó við því að byrja á bekknum í þeim leik. „Þjálfarinn sagði mér að hann vill alls ekki missa mig fyrir leikinn gegn Vålerenga þann sextánda mai. Þetta er í raun stærsti leikur ársins og vil ég sjálfur alls ekki missa af honum." „Ég er þegar búinn að fá tvö gul spjöld og ég fer í leikbann ef ég fæ það þriðja. Auk þess spilar Tromsö á gervigrasi sem er ekkert sérstaklega gott fyrir mig. Maður vill auðvitað spila alla leiki en þetta er skynsamleg ákvörðun." Hann segir þó að meiðslin sitji ekki mikið í sér. „Þetta tekur bara tíma enda langt síðan ég spilaði reglulega síðast. Ég finn þó mikinn mun á mér í hverru viku og finn að ég er að nálgast mitt fyrra form." Gylfi var á sínum tíma fastamaður í íslenska landsliðinu og á að baki 24 leiki með A-landsliðinu og eitt mark sem hann skoraði í frægum 2-0 sigri Íslands á Ítalíu. „Ég er rauninni að hugsa einungis um Brann þessa stundina. Ef ég fæ kallið frá landsliðinu þá kemur það bara. Ég hitti Óla (Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara) þegar hann kom til Osló um daginn og spjallaði þá við hann. Það væri vissulega gaman að spila með landsliðinu á nýjan leik en ég er ekkert að spá í því í augnablikinu."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira