Enski boltinn

Steve Davis til Rangers

Elvar Geir Magnússon skrifar
Steve Davis.
Steve Davis.

Norður-Írinn Steve Davis er farinn frá Fulham og hefur skrifað undir fjögurra ára samning við skoska liðið Glasgow Rangers. Þessi 23 ára miðjumaður var á lánssamningi hjá Rangers seinni hluta síðasta tímabils.

Kaupverðið er talið um þrjár milljónir punda. Davis hefur því þrefaldast í verði síðan Fulham keypti hann frá Aston Villa í fyrra.

Fyrr í þessari viku keypti Rangers bandaríska miðjumanninn Maurice Edu sem kom frá Toronto. Áður hafði félagið tryggt sér Pedro Mendes frá Portsmouth og spænski unglingurinn Aaron kom á láni frá Valencia.

Alls hefur Rangers eytt um 18 milljónum punda í nýja leikmenn. Liðið keypti í sumar varnarmanninn Madjid Bougherra frá Charlton og sóknarmennina Kenny Miller frá Derby, Andrius Velicka frá Viking í Noregi og Kyle Lafferty frá Burnley.

Rangers hefur hinsvegar misst Carlos Cuellar, leikmann ársins hjá Rangers á síðasta tímabili, til Aston Villa en hann fór á 7,8 milljónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×