Íslenski boltinn

Heimir og Davíð Þór bestir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Davíð Þór Viðarsson, leikmaður ársins.
Davíð Þór Viðarsson, leikmaður ársins.

Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH, var valinn þjálfari ársins og fyrirliði liðsins, Davíð Þór Viðarsson, var valinn besti leikmaðurinn. Hér að neðan má sjá val Tómasar og Magnúsar í heild sinni.

Þjálfari ársins: Heimir Guðjónsson (FH)

Leikmaður ársins: Davíð Þór Viðarsson (FH)

Efnilegastur: Jóhann Berg Guðmundsson (Breiðablik)

Besta mark sumarsins: Scott Ramsey gegn KR í 1. umferð.

Gleði sumarsins:

12 liða deild

Stórkostleg skemmtun á völlunum

Kjúklingarnir fengu sénsinn

Upprisa Safamýrarpilta

Grindvíkingar frábærir allstaðar nema heima hjá sér

Vonbrigði sumarsins:

Guðjón Þórðarson og spilamennska ÍA

Keflavík missir af titlinum á síðasta metranum

Titilvörn Valsmanna

Breiðablik fölnar á haustin

Ónothæfir útlendingar, "Money for nothing"

Skrautleg markmannsmistök


Tengdar fréttir

Lið ársins hjá Stöð 2 Sport

Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar um Landsbankadeildina á Stöð 2 Sport, opinberuðu í þættinum Landsbankamörkin í kvöld úrvalslið deildarinnar að sínu mati.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×