Enski boltinn

Ferguson með áhyggjur af sóknarleiknum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Carlos Tevez er til í slaginn.
Carlos Tevez er til í slaginn.

„Þetta er áhyggjuefni," sagði Sir Alex Ferguson um vandræði Manchester United í fremstu víglínu. Sem stendur er Carlos Tevez eini reyndi sóknarmaðurinn sem er leikfær.

Manchester United gerði í gær markalaust jafntefli við Juventus í æfingaleik. Wayne Rooney mun líklega missa af byrjun tímabilsins vegna veikinda og þá hefur Louis Saha ekkert leikið á undirbúningstímabilinu.

„Ég hef ekki marga möguleika í sóknina vegna veikindana hjá Wayne og þá er framtíð Saha óráðin," sagði Ferguson en Saha hefur verið orðaður við Sunderland.

United hefur skorað þrettán mörk í átta leikjum á undirbúningstímabilinu. „Þegar tímabilið hefst þá er ég fullviss um að mörkin fari að koma, spilamennska liðsins er allavega nægilega góð," sagði Ferguson.

Manchester United hefur enn ekki keypt leikmann fyrir tímabilið en margir furða sig á því hvers vegna Ferguson hafi ekki bætt við sig sóknarmanni. Þetta opnar þó dyr fyrir yngri leikmenn og ekki ólíklegt að Frazier Campbell fái að spreyta sig í leiknum um Samfélagsskjöldinn um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×