Fótbolti

Moratti í skýjunum eftir að Inter vann Ofurbikarinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.

Massimo Moratti, forseti Inter, leyndi ekki gleði sinni eftir að Inter vann Ofurbikarinn á Ítalíu í gær. Liðið mætti Roma í úrslitum og vann í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma.

„Maður getur þegar séð handbragð Mourinho á liðinu. Þetta er frábært lið," sagði hann. „Fyrri hálfleikurinn var frábær skemmtun. Við unnum virkilega sterkt lið."

Þessi leikur markaði upphaf tímabilsins á Ítalíu og markaði einnig upphaf stjórnartíðar Jose Mourinho hjá Inter. Inter komst tvisvar yfir í leiknum með mörkum Sulley Ali Muntari og Mario Balotelli en Daniele De Rossi og Mirko Vucinic jöfnuðu fyrir Roma.

„Við vildum vinna þennan bikar og vorum betri. Þetta var frábær leikur og þeir sem segja að ítalski boltinn sé leiðinlegur ættu að endurskoða það," sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×