Leifur rekinn: Tímasetningin óheppileg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. ágúst 2008 11:57 Leifur Garðarsson var í gær rekinn sem þjálfari Fylkis. Mynd/E. Stefán Ámundi Halldórsson, meðstjórnandi í meistaraflokksráði karla hjá Fylki, harmar slæma tímasetningu á uppsögn Leifs Garðarssonar sem þjálfara liðsins. Leifur var sagt upp störfum í gær sem og Jóni Sveinssyni, aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla. Ámundi staðfesti þetta og einnig að stjórn félagsins hefði rætt um að Páll Einarsson og Sverrir Sverisson myndu taka að sér þjálfun liðsins. Ámundi sagði að frekari tíðinda væri að vænta síðar í dag af þjálfaramálum félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem einn forsvarsmanna knattspyrnudeildar Fylkis tjáir sig um uppsögn þeirra Leifs og Jóns. Vísir hefur margítrekað reynt að ná í Hörð Antonsson, formann meistaraflokksráðsins, en án árangurs. Fleiri fréttastofur, til að mynda hjá Stöð 2 og Morgunblaðinu, höfðu sömu sögu að segja. Spurður hvort að um skyndiákvörðun hafi verið að ræða sagði Ámundi að það væri að sumu leyti rétt. „Svona ákvarðanir eru oft teknar með stuttum fyrirvara og svona lagað gerist oft mjög hratt. En þetta var búið að vera í undirmeðvitundinni hjá mönnum þó þetta hafi ekki verið rætt innan ráðsins fyrr en stuttu áður en hlutirnir gerðust," sagði Ámundi. Í hádeginu var í gær haldinn blaðamannafundur í tengslum við leikina í undanúrslitum bikarkeppni karla. Fylkir mætir Fjölni á sunnudaginn á Laugardalsvelli. Þar sat Leifur Garðarsson fyrir svörum fjölmiðlamanna og þar var einnig formaðurinn Hörður Antonsson. Var búið að taka ákvörðunina um að reka Leif fyrir blaðamannafundinn? „Það var búið að ræða þetta mál en ekki taka endanlega ákvörðun. Það er enda erfitt að fara af stað með eitthvað án þess að vera með eitthvað í bakhöndinni. Það er núna að verið að skoða þessa möguleika sem og vonandi er hægt að segja frá þeim síðar í dag," sagði Ámundi. „En það var mjög leiðinlegt að þessi fundur þurfti að hitta á þennan dag. Svo má deila fram og til baka um hvað sé hentug tímasetning fyrir svona lagað og hvað ekki. Þetta var vissulega óheppilegt, ég skal taka undir það." Fylkir tapaði fyrir KR á miðvikudagskvöldið, 2-0, og mætir svo Fjölni strax á sunnudaginn. Eftir þann leik er frí framundan í deildinni vegna landsleikjanna í undankeppni HM 2010. Ámundi sagði að helsta ástæðan fyrir því að taka þessa ákvörðun nú í stað þess að bíða var sú að gengi liðsins að undanförnu hafi ekki staðið undir væntingum. „Við vonuðumst til í þessum þremur leikjum gegn ÍA, HK og Þrótt sem eru á svipuðum slóðum og við í deildinni að hlutirnir myndu breytast og taka U-beygju. Út úr þessum leikjum komu ekki nema þrjú stig og okkur fannst lítil sem engin breyting á spilamennsku liðsins. Svo er þessi mikilvægi leikur við Fjölni framundan og þar sem við töldum að þær breytingar sem þurfti til hafi ekki verið til staðar myndi það ekki heldur gerast í þessum leik." „Þetta er vissulega allt matsatriði og vissulega er stutt í næsta leik og óþarflega mikill hraði á hlutunum. En svona er þetta stundum í þessum bransa," bætti Ámundi við. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á leikmannahópi liðsins. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Fleiri fréttir Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ Sjá meira
Ámundi Halldórsson, meðstjórnandi í meistaraflokksráði karla hjá Fylki, harmar slæma tímasetningu á uppsögn Leifs Garðarssonar sem þjálfara liðsins. Leifur var sagt upp störfum í gær sem og Jóni Sveinssyni, aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla. Ámundi staðfesti þetta og einnig að stjórn félagsins hefði rætt um að Páll Einarsson og Sverrir Sverisson myndu taka að sér þjálfun liðsins. Ámundi sagði að frekari tíðinda væri að vænta síðar í dag af þjálfaramálum félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem einn forsvarsmanna knattspyrnudeildar Fylkis tjáir sig um uppsögn þeirra Leifs og Jóns. Vísir hefur margítrekað reynt að ná í Hörð Antonsson, formann meistaraflokksráðsins, en án árangurs. Fleiri fréttastofur, til að mynda hjá Stöð 2 og Morgunblaðinu, höfðu sömu sögu að segja. Spurður hvort að um skyndiákvörðun hafi verið að ræða sagði Ámundi að það væri að sumu leyti rétt. „Svona ákvarðanir eru oft teknar með stuttum fyrirvara og svona lagað gerist oft mjög hratt. En þetta var búið að vera í undirmeðvitundinni hjá mönnum þó þetta hafi ekki verið rætt innan ráðsins fyrr en stuttu áður en hlutirnir gerðust," sagði Ámundi. Í hádeginu var í gær haldinn blaðamannafundur í tengslum við leikina í undanúrslitum bikarkeppni karla. Fylkir mætir Fjölni á sunnudaginn á Laugardalsvelli. Þar sat Leifur Garðarsson fyrir svörum fjölmiðlamanna og þar var einnig formaðurinn Hörður Antonsson. Var búið að taka ákvörðunina um að reka Leif fyrir blaðamannafundinn? „Það var búið að ræða þetta mál en ekki taka endanlega ákvörðun. Það er enda erfitt að fara af stað með eitthvað án þess að vera með eitthvað í bakhöndinni. Það er núna að verið að skoða þessa möguleika sem og vonandi er hægt að segja frá þeim síðar í dag," sagði Ámundi. „En það var mjög leiðinlegt að þessi fundur þurfti að hitta á þennan dag. Svo má deila fram og til baka um hvað sé hentug tímasetning fyrir svona lagað og hvað ekki. Þetta var vissulega óheppilegt, ég skal taka undir það." Fylkir tapaði fyrir KR á miðvikudagskvöldið, 2-0, og mætir svo Fjölni strax á sunnudaginn. Eftir þann leik er frí framundan í deildinni vegna landsleikjanna í undankeppni HM 2010. Ámundi sagði að helsta ástæðan fyrir því að taka þessa ákvörðun nú í stað þess að bíða var sú að gengi liðsins að undanförnu hafi ekki staðið undir væntingum. „Við vonuðumst til í þessum þremur leikjum gegn ÍA, HK og Þrótt sem eru á svipuðum slóðum og við í deildinni að hlutirnir myndu breytast og taka U-beygju. Út úr þessum leikjum komu ekki nema þrjú stig og okkur fannst lítil sem engin breyting á spilamennsku liðsins. Svo er þessi mikilvægi leikur við Fjölni framundan og þar sem við töldum að þær breytingar sem þurfti til hafi ekki verið til staðar myndi það ekki heldur gerast í þessum leik." „Þetta er vissulega allt matsatriði og vissulega er stutt í næsta leik og óþarflega mikill hraði á hlutunum. En svona er þetta stundum í þessum bransa," bætti Ámundi við. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á leikmannahópi liðsins.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Fleiri fréttir Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ Sjá meira