Bayern Munchen þarf líklega að vera án tyrkneska miðjumannsins Hamit Altintop fram yfir vetrarfrí. Hann fór í aðgerð fyrir tveimur vikum og hefur ekki náð sér eins og vonast var til.
Jurgen Klinsmann þjálfari staðfesti þetta á heimasíðu félagsins í dag og sagði leikmenninn þurfa að fara í endurhæfingu næstu vikurnar.
Bayern hefur byrjað mjög illa í úrvalsdeildinni og er um miðja deild, nokkuð sem þykir óásættanlegt á þeim bænum.
Því hefur þannig verið fleygt í breskum fjölmiðlum að Tottenham sé þegar farið að fylgjast með framvindu mála hjá Bayern - og muni reyna að fá Klinsmann til að taka við af Juande Ramos ef hann verði rekinn frá Bayern.