Íslenski boltinn

Skoskt úrvalsdeildarlið vill Scott Ramsay

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Scott Ramsay í leik með Grindavík.
Scott Ramsay í leik með Grindavík. Mynd/Vilhelm

Skoska úrvalsdeildarliðið Inverness Caledonian Thistle hefur sett sig í samband við Landsbankadeildarlið Grindavíkur vegna Scott Ramsay.

Þetta kom fram í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. Inverness vill fá Ramsay að láni fram á næsta vor en hann hefur verið meðal allra bestu leikmanna Landsbankadeildarinnar í sumar.

Ingvar Guðjónsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Grinvdavíkur, bjóst við því að ræða aftur við forsvarsmenn Inverness um helgina en félagaskiptaglugginn lokar á mánudagskvöldið.

Hann sagði þó að sá lánssamningur sem Skotarnir hafi í huga hugnist Grindvíkingum ekkert sérstaklega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×