Fótbolti

Norðurlöndin: Loksins vann Djurgården og Veigar Páll skoraði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Jónsson, þjálfari Djurgården.
Sigurður Jónsson, þjálfari Djurgården.
Djurgården vann í dag sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í tæpa fjóra mánuði, síðan í lok apríl. Veigar Páll Gunnarsson tryggði sínum mönnum sigur á Álasundi.

Sigurður Jónsson er þjálfari Djurgården og héldu sænskir fjölmiðlar því lengi fram að hann væri hársbreidd frá því að verða rekinn úr starfi.

Hann náði hins vegar að stýra sínum mönnum til langþráðs sigurs gegn Malmö í dag, 2-1. Liðið er nú með 21 stig í tíunda sæti deildarinnar.

GAIS og Trelleborg gerðu markalaust jafntefli. Eyjólfur Héðinsson lék allan leikinn fyrir GAIS. Helgi Valur Daníelsson lék ekki með Elfsborg sem vann 2-0 sigur á AIK.

Þá vann topplið Kalmar 4-2 útisigur á Ljungskile á útivelli. Elfsborg er einu stigi á eftir Kalmar í næstefsta sæti deildarinnar en þessi lið eru farin að stinga af.

Í Noregi styrkti Stabæk stöðu sína á toppi deildarinnar með 2-1 sigri á Álasundi. Veigar Páll Gunnarsson skoraði sigurmark leiksins á 78. mínútu en þetta er í annað skiptið í röð sem hann tryggir sínum mönnum sigur.

Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn í liði Álasunds.

Bodö/Glimt vann 3-2 sigur á Viking en Birkir Bjarnason skoraði eitt marka fyrrnefnda liðsins. Hann lék allan leikinn í dag.

Þá vann Lyn 1-0 sigur á Lilleström. Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn í liði Lyn.

Stabæk er nú með sex stiga forystu á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Lyn er í fjórða sæti, tíu stigum á eftir Stabæk.

Bodö/Glimt er í fimmta sætinu og Álasund í því þrettánda.

FC Kaupmannahöfn vann svo í dag 1-0 sigur á Kára Árnasyni og félögum í AGF sem er í níunda sæti deildarinnar með þrjú stig eftir fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×