Viðskipti innlent

Stjórnendur Glitnis sagðir hafa brotið verklagsreglur bankans

Agnes Bragadóttir, blaðamaður
Agnes Bragadóttir, blaðamaður

Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans í bankanum, FL Group, brutu verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilfellum í fyrrahaust.

Þessu er haldið fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur, blaðamanns, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar er er sagt að lánveitingar upp á tugi milljarða króna hafi verið ákveðnar af örfáum mönnum án þess að áhættumat færi fram eða að um þær væri fjallað í lánveitinganefnd bankans. Blaðið telur líklegt að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum.

Agnes segist hafa undir höndum gögn úr lanabókum Glitnis sem sýna fram á óeðlilegar lánafyrirgreiðslur frá bankanum til stærstu hluthafa FL Group upp á tugi milljarða.

Lárus Welding, fyrrum forstjóri Glitnis, og Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, hafa báðir sent frá sér yfirlýsingu varðandi umfjöllun Morgunblaðsins.




Tengdar fréttir

Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn.

Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×